Hver er JóJó?
Um þjálfarann
Jóhanna Jóhannsdóttir er reyndur þjálfari með yfir 30 ára reynslu í líkamsrækt. Hún er menntuð í íþróttakennslu, hagfræði, heimspeki og stjórnmálafræði, með meistaranám í lýðheilsu- og kennslufræði. Hún hefur kennt fjölbreytta tíma, þjálfað einstaklinga af öllum getustigum og keppt í CrossFit og þrekmótum.
Jóhanna stofnaði líkamsræktarstöðina Hressó í Vestmannaeyjum, lyftingarklúbbinn Freyjur og heldur reglulega Föstuáskorun JóJó. Hún hefur sérhæft sig í netnámskeiðum sem hjálpa fólki að styrkja líkama og huga.
Hennar markmið er skýrt – hjálpa fólki að ná árangri og skapa sér heilbrigðan lífsstíl.