Reynslusögur

Reynslusaga Guðrúnar

Þetta byrjaði allt með einu föstunámskeiði

"Ég fór á mitt fyrsta föstunámskeið hjá Jóhönnu í apríl 2021. Renndi þá nokkuð blint í sjóinn; áttaði mig ekki alveg á hvaða ferðalag eg var að leggja upp í. En ég fór af stað með opinn huga og það skipti sköpum. Fyrsta fastan var hræðileg, mér leið illa, hrikalega svöng og leið svo ekkert betur þegar ég var búin að borða og fór bara snemma að sofa! En sem betur fer gafst ég ekki upp. Hélt áfram út námskeiðið og fann þegar líða tók á að þetta átti ágætlega við mig. Gat fastað eins og planið var, glímdi aðeins við höfuðverk á föstum en steinefnatöflur og drikkebulliong hjálpuðu mér í því. Ég hef fastað ótal sinnum síðan þarna í apríl um árið, lengst í 84 tíma. Fösturnar hafa verið misjafnar eins og þær eru margar og það hefur alveg komið fyrir að ég hef ekki náð markmiðinu, og eins hef ég náð að fasta lengur en planið var í upphafi. Þegar markmiðin nást ekki er svo mikilvægt að bregðast við með mildi; ekki vera of hörð/harður við sig og rífa sig niður. 

Ég hef á þessum tíma náð að breyta matarvenjum mínum til hins betra! Ég hugsa hlutina allt öðruvísi en ég gerði og er mun meðvitaðri um hvað ég er að borða og hvenær. Það er líka frelsandi að vita að maður þarf ekki alltaf að vera að borða! Ég hef einnig trú á að ég hafi lagað þarmaflóruna talsvert í þessu ferli með því að huga vel að föstubrjótnum hverju sinni og taka inn góðgerla. 
Ástæðan fyrir að ég skráði mig í upphafi var að mig vantaði að losna við slatta af aukakílóum og það hefur gengið vel, yfir 35 kg farin. En ég hef grætt svo margt annað á þessu ferðalagi. Ég er hætt að vera hangry, ég er með margfalt betri húð, með jafnari orku yfir daginn, sef betur og mér líður mikið betur andlega og líkamlega svo dæmi séu tekin. Farin að hreyfa mig og hafa gaman að því meira að segja. Það eina sem ég hef losað mig alveg við útúr lífinu er Coke. Annars er í raun ekkert bannað en ég er meðvitaðri um hitaeiningar, þó ég telji þær sjaldnast nákvæmlega, og núllstilli mig reglulega með sólarhrings föstum.
Fyrir mér er mikilvægt að hafa í huga af hverju ég er að þessu, og finnst mér alltaf svolítil gulrót að hugsa þetta með sjálfsát frumna og það viðgerðarferli sem líkaminn á að fara í á lengri föstum. Bara sem dæmi."

Reynslusaga Ragnheiðar